Hanakambur, skíði og afmæli
Hér er mynd úr afmælisveislu Finns. Þar var glatt á hjalla.
Ólafur fór í klippingu um daginn, hann er búinn að tala lengi um að fá sér hanakamb og hann fékk alvega að ráða þessu sjálfur. Útkoman var mjög flott, en þetta er samt eitthvað öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. Við sjáum bara hvað setur.
Hér kyngir niður snjónum. Við fórum á svigskíði um helgina í boði deildarinnar. Það var farið til Hunt Hollow sem er einkarekinn skíðaklúbbur, þ.e. maður þarf að vera meðlimur í klúbbnum til að geta farið á skíði. Það var bara mjög gaman. Ólafur skemmti sér vel en Finnur var fremur tortrygginn á þetta allt saman. Það besta var að skálinn er staðsettur alvega við lyfturnar þannig að maður er fljótur að skjótast út, skella sér í lyftuna og fara nokkrar ferðir, og koma síðan inn aftur.
2 Ummæli:
haha Ólafur er flottur með kambinn!!! En hvar fékk hann eiginlega þessa hugmynd??
Ég held að hann hafi bara séð einhvern strák út í búð með svona. Og það var fyrir löngu, löngu síðan.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim