16.1.07

Fréttamaðurinn sem þorir

Keith Olbermann er fréttamaður á MSNBC og er með þátt sem nefnist Countdown with Keith Olbermann. Hann er tvímælalaust beittasti gagnrýnandi Bush og stríðsins á öldum ljósvakans. Hann ver slatta af tíma sínum í að gagnrýna Bill O´Reilly en bestur er hann þegar hann kemur með special comment, yfirleitt sem andsvar við ræðu forsetans eða einhverju öðru sem fram hefur komið. Þessar athugasemdir hans eru ekki reglulegur hluti af þættinum, hann gerir þetta bara þegar sérstak tilefni er til. Þá setur hann sig í stellingar og notar stíl Edwar R Murrows, (sem Clooney gerði bíómynd um) og les alveg hreint hrikalega yfir stjórninni og talar oft beint til forsetans. Það má kannski segja að Olbermann sé andsvarið við yfirgangi Bushstjórnarinnar á svipaðan hátt og Edward R Murrow var andsvarið við McCarhy-ismanum. Það er athyglisvert að hann var íþróttafréttamaður áður en hann snéri sér að stjórnmálaumræðunni.
Ég sé ekki þáttinn hans í sjónvarpinu en leita oft að þessum athugasemdum hans, enda sér maður oft vitnað í hann. Ef þið viljið skoða þetta þá getið þið fundið þetta á YouTube eða MSNBC. Hann var með special comment fyrir nokkrum dögum sem nefndist Bush´s legacy: The president who cried wolf.
Aðrar góðar athugasemdir frá honum eru:
Bush owes us an apology
Advertising terrorism
A textbook definition of cowardice
A special comment about lying

Hann er fréttamaður sem þorir, er einhver slíkur til á Íslandi?

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæll Oddur minn,

Thad er alltaf gaman ad lesa pistlana thina. Bandarisk thjodfjelag er audvitad stormerkilegt og thar er eiginlega alltaf hvøss umræda i gangi. Eg er nu kannske ekki akkurat dombær a islenska frettamenn nuna, en mer fannst thegar eg kom hingad til Noregs ad norsku frettamennirnir væru hvassari vid stjornmalamennina en tidkast heima a Islandi, en tho a malefnalegum notum. Mer finnst islenskir stjornmalamenn of oft komast upp med ad svara ekki spurningum og tha virdast frettamennirnir ekki leggja i ad fylgja malum eftir.

Bless, bless

Pabbi

2:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæll Oddur minn
Stjórnmálamenn á Íslandi sleppa alltaf hvað sem þeir gera. Eða þá að þeir hætta og fara í æðri stöður áður en upp um þá kemst.
Fréttamenn sleppa þeim alltaf við að svara spurningum og beina engum verulega beittum til þeirra.
Reyndar varð ég svolítið hissa þegar olíugreifarnir voru dæmdir fyrir samráð. Ég hélt að þeir slyppu. Nú er komin hláka hér og lekur af þakinu. Veðurklúbburinn á Dalvík hefur spáð miklum snjó eins og var 1995.
Bless mamma

5:57 e.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Hugsanlega Ómar Ragnarsson, samt ekki!

2:42 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim