Við Finnur og Bill
Dagurinn í dag leit út fyrir að ætla að verða bara svona venjulegur dagur, en það breyttist nú heldur betur. Við vorum að hlusta á útvarpið í morgun og þá var tilkynnt að Bill Clinton yrði hérna á kosningafundi úti á flugvelli kl 10. Við Finnur vorum hvort eð er á ferðinni, þannig að við skelltum okkur. Þetta hlýtur að hafa verið boðað með mjög stuttum fyrirvara vegna þess að það voru ekki nema 100 - 200 manns á fundinum sem fór fram fyrir utan flugskýli. Þegar við komum biðu allir fyrir utan flugvallargirðinguna og ég hélt að við kæmumst kannski ekki nær en síðan lenti einkaþota Clintons og þá var öllum hleypt inn. Frá sjónarhorni Finns var þetta mjög spennandi, þarna bar fyrir augu þyrlu, flugvélar, þotur, húsbíl og nokkra löggubíla. Við stóðum nálægt púltinu en Finnur var töluvert farinn að ókyrrast eftir fjórar ræður þegar loksins var komið að Clinton þannig að ég smellti af einni mynd en færði mig síðan aftar þannig að Finnur myndi ekki alveg stela senunni....
Hann hélt síðan magnaða ræðu, eins og hans var von og vísa. Það er engin tilviljun að þessi maður skuli einu sinni verið valdamesti leiðtogi heims. Í lokin stóð ég til hliðar og var að sýna Finni inn í flugskýlið þegar Clinton kom þar sem við stóðum og fór að heilsa fólki. Ég smellti af honum þessari mynd, setti myndavélina í vinstri höndina, rétti fram hægri spaðann og viti menn, hann heilsaði mér.
Ég var síðan uppveðraður af þessu í allan dag og var rétt að ná mér niður við uppvaskið eftir kvöldmatinn þegar síminn hringdi, og hver haldið þið að hafi verið að hringja í mig nema auðvitað hún Hillary! Mikið hlýt ég að vera mikilvægur í augum þeirra hjóna fyrst að hann heilsar mér og hún hringir síðan í mig seinna sama dag!
Jæja, allt í lagi, þetta var ekki eiginlegt símtal, meira svona upptaka af segulbandi þar sem hún var að biðja mig að kjósa sig. En samt.
Eins gott að hvorugt þeirra veit að ég er ekki ríkisborgari heldur bara "viðvarandi íbúi" (permanent resident) og má þess vegna ekki kjósa á morgun.
6 Ummæli:
Úff það er aldeilis heiðurinn á einum degi ég meina ekki allir sem fá að taka í spaðann á þeim þekkta manni:-) Þetta símtal frá Hillary var þó allaveganna símtal þrátt fyrir að vera upptaka og ekki allir sem fá það heldur hehe
Hafið það rosalega gott
Knús knús
vá ekkert smá cool!!!! sérstaklega þar sem úrslit kosninganna voru svo ánægjuleg :-) Og takk fyrir au-pair kveðjurnar, gaman hvað þetta er lítill heimur :-)
Clinton er klár og hefur geðveikan sjarma. Ég hefði sko alveg viljað vera í þínum sporum. Hillary vann kosningarnar og því getum við vel við unað, þótt auðvitað hún sé ekki alveg með réttu skoðanirnar í öllu - þá hlýtur hún að vera skárri en einhver repúblikani!
það verður að halda þessu til haga í æviágripum ykkar feðga. Afinn tók í hönd Kennedys á sínum tíma og hefur oft rifjað það upp. Hillary er mjög merkileg kona og vísust til að geta tekið á óslæsi, heilsuleysi og atvinnuleysi sem einu nafni gerir fátækt útbreiddari. Í vor held ég að Íslendingum gefist tækifæri til að kjósa um áframhaldandi sameiginlegt velferðarkerfi í menntun og heilbrigði. Að öðrum kosti kjósa þeir yfir sig sívaxandi bil milli ríkra og fátækra. Þið verðið strax að huga að því hvar þið getið kosið í vor.
Hér var 15° frost í gær, mikill snjór og marrar í hverju spori. Allir á skíðum og yndislega fallegt.
Kær kveðja
amma á Akureyri
Verð að viðurkenna að ég held að ég hafi aldrei heyrt þetta með að pabbi hafi hitt Kennedy. Merkilegt.
Hæ, Jæja afi i Noregi er svolitid seinn ad taka vid ser enda ekki med tølvu heima. Bill Clinton, sem er jafnaldri minn, heilsadi John F. Kennedy ad eg held i gardi Hvita hussins. Eg hafdi hlakkad mikid til ad hitta John F. Kennedy, en thvi midur var hann skotinn til bana stuttu eftir ad eg kom vestur. Lyndon B. Johnson tok hins vegar a moti okkur AFS krøkkunum i gardi Hvita hussins i juli 1964. Hann flutti agæta rædu thar, en reyndar hafdi eg fyrr um vorid verid vidstaddur, thegar hann var gerdur ad heidursdoktor vid Ann Arbor haskola i Michigan. I Washington D.C. hlyddi eg einnig a Robert Kennedy, sem taladi til okkar AFS krakkanna med magnadri rædu, thar sem hann lagdi aherslu a ad AFS yrdi ad na til Austur-Evropu til thess ad fridvænlegra yrdi i heiminum. Thad var mjøg rottækt ad segja thetta a sinum tima, en thvi midur vard ekki af thessu vegna andstødu Austur-Evropu, fyrr en murinn fell. En thetta er dæmigert fyrir tha Kennedy brædur, their høfdu mikla utgeislun, voru frabærir rædumenn, og settu fram skodanir sinar a skyran og ahrifamikinn thatt. Their tøludu einnig tæpitungulaust um ymiss konar misretti i Bandarikjunum, thar a medal kynthattamisrettid. Mer finnst reyndar ad theirra brædra se alltof sjaldan minnst fyrir thetta. Their sau til thess ad rikisstjorarnir i Sudurrikjunum urdu ad fara ad løgum vardandi rett svartra Bandarikjamanna til skola, og ymiss konar thjonustu. Ad ymsu leyti minnir Bill Clinton mig a John F. Kennedy, m.a. vildi hann (Clinton) koma a National Health Service, en tokst reyndar ekki, og hann bar hag margra fyrir brjosti, m.a. barna.
Hafid that gott elsku fjølskylda.
Afi i Noregi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim