11.10.06

Ljúfir tónar

Á disknum sem fylgdi kvikmyndinni Garden State voru mörg fábær lög. Eitt þeirra, I Just Don't Think I´ll Ever Get Over You, var eftir Colin Hay og röddin hljómaði einhvern vegin kunnuglega, en mér fannst hreimurinn samt framandi, kannski afrískur. Zach Braff, sem leikstýrði og fór með aðalhlutverkið, kann vel að meta tónlistina hans og Hay hefur meira að segja komið fram í Scrubs þar sem Braff leikur J.D. Eftir smá grúsk kom síðan í ljós að Colin Hay er enginn nýgræðingur í tónlistinni. Hann er fyrrum forsprakki og söngvari áströlsku gæðahljómsveitarinnar Men At Work. 14 ára gamall flutti hann frá Skotlandi til Ástralíu og þess vegna er hreimurinn kannski eins og hann er. En nú er hann einn með gítarinn og syngur gamla slagara í bland við nýtt efni. Nýju lögin hans eru frábær. Hann syngur ekki um sex, drugs and rock and roll, en yrkir frekar um kaffi og te, strendur, öldur og sólarlagið og það að fara snemma heim úr partíum. Hljómar kannski eins og að einhver hafi farið í meðferð en ég veit ekkert um það.
Á þessari síðu má heyra tvö lög sem mér þykja frábær með honum.
Beautiful World og Waiting for my ship...
Þarna er líka að finna lagið Overkill sem hann söng með Men At Work á sínum tíma.
http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=30538035
Og svo er bara að fleygja sér í sófann og láta streituna líða úr sér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim