Góðir gestir
Við fengum góða gesti í heimsókn á mánudaginn. Þar voru á ferðinni þau Sunna Gestsdóttir (fljótasta konan sem Ísland hefur átt) og Héðinn héraðslæknir Sigurðsson. Þau stoppuðu í rétt rúman sólarhring og ég held að ég hafi aldrei náð að sýna nokkru fólki jafn mikið á jafn skömmum tíma. Við ókum um Park Ave. og East Ave., fórum í Ravioli búðina, borðuðum hádegismat á Dinosaur BBQ, skoðuðum Wegmans búðina í Pittsford, fórum á leikskólann að ná í strákana, komum við á róluvellinum og heldum síðan heim þar sem við vorum með matarveislu þar sem Sigrún og Gísli og Anton og Sigga mættu með sín börn. Þar var mikið spjallað. Daginn eftir fórum við í bókabúðina á spítalanum, síðan í Eastview Mall, þar sem keyptur var Ipod og verslað sitthvað fleira. Við borðuðum hádegismat á kínverska staðnum PF Cheng's og síðan keyrði ég með þau um nýtt hverfi í Victor til að sýna þeim ameríska drauminn, þ.e. risastór hús eða "homes" með þreföldum bílskúrum í botnlangagötum og sundlaugum í bakgörðum þar sem búið er að höggva öll tré. Við enduðum síðan á að fara í Guitar Center þar sem Héðinn keypti strengi og við vorum sammála um að næst þyrfti hann að hafa með sér gám eða a.m.k. nokkur bretti.
Hér að ofan er mynd af Finni ásamt "afa og ömmu". Finnur bað nefnilega "afa" að lesa fyrir sig og bar síðan kennsl á sjálfan sig, "ömmu" og "afa" á þessari mynd.
2 Ummæli:
Það er svo gaman að skoða myndirnar ykkar.
þið eruð svo fallegir drengir hrekkjalómavökunni.
Héðinn er býsna afalegur, það er von að Finnur haldi að það komi bara afar frá Íslandi.
Bless
amma
Takk fyrir okkur. NY var alveg mögnum og það á Hrekkjavöku. Stoppum lengur næst. kveðja afi og amma á Blönduósi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim