20.10.06

Barnið mitt stattu þig, skaraðu fram úr


Lífið er keppni og það byrjar snemma hér kapphlaupið um að komast sem lengst í lífinu. Ég var í barnaafmæli fyrir stuttu og fór að spjalla við eina mömmuna eins og gengur. Það kom í ljós að hún var verkfræðingur að mennt og átti heima í einni fínustu götunni í einu flottasta úthverfinu hér á svæðinu. Hún var með 5 ára son sinn með sér. Sá var alls ekki lítill og ég gerði ráð fyrir því að hann væri í kindergarten eins og Ólafur og stelpan sem átti afmæli. En hún sagði mér að þau hafi ákveðið að bíða í eitt ár með að setja hann í kindergarten og þess vegna væri hann í pre-K sem er leikskóli fyrir 4 ára börn. Það skal tekið fram að hér í Bandaríkjunum er almennt ekki miðað við áramót þegar skipt er á milli árganga í skólum heldur er frekar valinn dagur sem er nær upphafi skólaársins. Þannig ættu allir þeir sem eiga afmæli eftir 1. október að lenda í bekk með "árganginum" á eftir. Hvert skólaumdæmi ræður því síðan hver þessi dagur er. Hún gaf ýmsar útskýringar á þessari ákvörðun eins og að hann væri svo "creative" og eitthvað fleira. Ég leit aftur á strákinn og hugsaði með mér að hann hlyti að vera eitthvað tregur greyið fyrst að honum væri haldið eftir í skóla. Sá samt ekki betur en að hann hegðaði sér bara alveg eins og öll hin börnin.

Þegar ég kom heim talaði ég við Meredith og fékk útskýringu á þessu. Svo skemmtilega vildi til að það var einmitt grein á vefsíðu The New York Times um sama efni daginn eftir. Drengurinn er bara eðlilegur en foreldrarnir eru að reyna að tryggja honum forskot í skóla á bekkjarsystkinin. Hann verður orðinn sex ára þegar hann byrjar í kindergarten og hefur náttúrulega heilmikið þroskast á þessu eina ári. Hann verður mannalegri og mun eiga auðveldara með að tileinka sér námsefnið. Hann verður aldrei minnstur í bekknum og það er líklegra að hann verði leiðtogi innan bekkjarins. Það er síðan von foreldranna að þetta forskot haldist alveg út skólagönguna og að það skjóti hönum töluvert áleiðis á beinu brautinni í lífinu.

Já það er vandlifað og sennilega miklu auðveldara að eiga heima á Íslandi þar sem foreldrar þurfa ekki að kveljast yfir svona vali. Ég læt svo fylgja með mynd af nokkrum framúrskarandi ungum mönnum sem fóru í grettukeppni í dyragarðinum fyrir nokkrum viku síðan. Þetta eru þeir Egill Bjarni og Einar Árni Gíslasynir ásamt Ólafi Stefáni.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ha ha ha....
Sérdeilis skemmtileg mynd þarna!
Það mætti halda að það þyrfti að halda þessum eitthvað eftir í skóla:)
Gísli

7:18 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Þetta var svo góð mynd að ég varð að láta hana fljóta með.

4:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nú svo ágætt að rifja það upp að þú Oddur minn varst hér heima hjá mér og í sveitinni þegar jafnaldrar þínir voru í fyrsta bekk.
Þá var hægt að velja um hvort sex ára færu í skóla eða byrjuðu 7 ára.
Ég held nú reyndar að þetta hafi ekki skipt miklu máli um forskot þitt í lífinu. Það er mikil umræða núna í íslensku þjóðmálaumræðunni að börn eigi rétt á því að vera heima hjá sér og með foreldrum sínum a.m.k. klukkustund á dag í rólegheitum. Það er slæmt þegar börn eru alltaf yfir sig þreytt þegar þau koma heim á daginn.
Þessir piltar eru svo heppnir með foreldra að það hlýtur að veita þeim næga velgengni og hvatningu í lífinu.
Mamma, amma Stína

2:58 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim