Sicko
Jæja, við drifum loksins í að sjá Sicko, hún er komin út á dvd. Hún er mjög góð, margir góðir punktar. Það hljóta að vera svo gífurlegir fjármunir sem tapast vegna allra þessara milliliða sem trygginafélögin eru. Fyrir þá peninga mætti gera margt.
Ég þarf sem betur fer í minni vinnu ekki að spá í hver er með tryggingu og hver ekki, en þetta er víða mikill höfuðverkur. Það fer mikill tími í að reyna að finna úrræði fyrir fólk sem ekki er tryggt.
Maður hefur oft velt því fyrir sér hvernig standi á því að árangur íslensks heilbrygðiskerfis virðist vera mjög góður þó maður hafi oft hið þveröfuga á tilfinningunni. Ein ástæðan er sú að á Íslandi eru allir tryggðir og allir eru með, og hér í Bandaríkjunum verður árangur (t.d. 5 ára lifun eftir brjóstakrabbameinsgreiningu) aldrei jafn góður, sama hversu miklu er spanderað í meðferð margra (en ekki allra). Annar þáttur er líka heilbrygðari lífsstíll og öðruvísi genasamsetning (það er t.d. lítið um sykursýki á Íslandi.)
Það er ofsalega auðvelt á fá það á tilfinninguna að meira sé betra, þó það sé oft ekki mikið rannsakað. Heyrði í konu í útvarpinu í dag sem er að gefa út bók sem fjallar um aukaverkanirnar af öllum oflækningunum hér vestra. Það er svo margt í læknisfræði sem er gert, kannski af gömlum vana sem er illa rannsakað, og vandinn er sá að nánast öll inngrip geta verið skaðleg fyrir einhvern hluta sjúklinganna. Hér er miklu meira gert, miklu meira um CYA (cover your ass) lækningar sem felast í því að ofransaka hluti og koma þannig í veg fyrir að maður verði lögsóttur. Hin hliðin er náttúrulega sú að maður verður brjálaður þegar maður fréttir af einhverju á Íslandi sem ekki greindist eða ekki var gert fyrir eihvern sluksa- eða kæruleysishátt. Það er vandlifað í heimi læknavísindanna.
Konan sem viðtal var við á NPR tók sem dæmi high dose chemotherapy sem meðferð við brjóstakrabbameini. Hugmyndin var að gefa hærri skammt af krabbameinslyfjum og bjarga síðan sjúklingunum með mergskiptum. Hljómaði vel og lógískt og lyfjafyrirtækin græddu sinn skerf. Eftir mörg ár kom í ljós að útkoman var verri en við hefðbundna krabbameinslyfjameðferð.
Heima á Íslandi man ég eftir mikilli umræðu um aðgerð á röngum fæti á sjúklingi. Þetta er náttúrulega eitt það versta sem komið getur fyrir. Þegar ég fór heim í sumar var í gangi kerfi til að athuga einmitt með þetta atriði. Hér á Strong er miklu yfirgripsmeira kerfi í 7 liðum til að athuga með marga mikilvæga þætti. Ýtarlegra og betra ekki satt? Mér fannst það alla vegana meira traustvekjandi eins og það er gert hérna úti. En síðan sagði einn félagi minn mér að aðgerðum á röngum útlimum hefði í raun fjölgað eftir að svona kerfi var allsstaðar komið á. Það er kannski vegna þess að þá hugsar fólk ekki lengur, og kannski vegna þess að í stað þess að einblína á einn þátt (réttan aðgerðarstað) þá eru nú komnir inn í þetta allskonar aðrir hlutir á minnislistann. (Voru sýklalyf gefin, var gefin segavörn, var skurðlæknirinn búinn að hitta sjúklinginn í dag, fékk sjúklingurinn beta blokkara, var sjúklingurinn búinn að undirrita samþykki fyrir aðgerð...)
Fyrst eftir að ég kom hingað út fannst mér hjúkkurnar hér að sumu leyti betri en heima. Þær ganga jú hér um með hlustpípur eins og við læknarnir og eru oft liðtækari við ýmiskonar handverk eins og blóðprufur og fleira. Þær skrifa líka miklu meira hér. En þegar ég kom heim í sumar tók ég eftir því að íslenskir sjúklingar fá sennilega miklu betri hjúkrun, vegna þess að hjúkrunarfræðingarnir á Íslandi eru aðallega í því að hjúkra en ekki í öllu hinu.
Það er miklu líklegra að hér í Bandaríkjunum sé allt vel skráð, t.d. um allt það sem er gert til að koma í veg fyrir legusár, en ég held að það sé milu líklegra að sjúklingur fái legusár hér heldur en heima.
Minna er oft meira.
Hvað er best?
Veit það ekki.
Því er erfitt að svara.
Ég þarf sem betur fer í minni vinnu ekki að spá í hver er með tryggingu og hver ekki, en þetta er víða mikill höfuðverkur. Það fer mikill tími í að reyna að finna úrræði fyrir fólk sem ekki er tryggt.
Maður hefur oft velt því fyrir sér hvernig standi á því að árangur íslensks heilbrygðiskerfis virðist vera mjög góður þó maður hafi oft hið þveröfuga á tilfinningunni. Ein ástæðan er sú að á Íslandi eru allir tryggðir og allir eru með, og hér í Bandaríkjunum verður árangur (t.d. 5 ára lifun eftir brjóstakrabbameinsgreiningu) aldrei jafn góður, sama hversu miklu er spanderað í meðferð margra (en ekki allra). Annar þáttur er líka heilbrygðari lífsstíll og öðruvísi genasamsetning (það er t.d. lítið um sykursýki á Íslandi.)
Það er ofsalega auðvelt á fá það á tilfinninguna að meira sé betra, þó það sé oft ekki mikið rannsakað. Heyrði í konu í útvarpinu í dag sem er að gefa út bók sem fjallar um aukaverkanirnar af öllum oflækningunum hér vestra. Það er svo margt í læknisfræði sem er gert, kannski af gömlum vana sem er illa rannsakað, og vandinn er sá að nánast öll inngrip geta verið skaðleg fyrir einhvern hluta sjúklinganna. Hér er miklu meira gert, miklu meira um CYA (cover your ass) lækningar sem felast í því að ofransaka hluti og koma þannig í veg fyrir að maður verði lögsóttur. Hin hliðin er náttúrulega sú að maður verður brjálaður þegar maður fréttir af einhverju á Íslandi sem ekki greindist eða ekki var gert fyrir eihvern sluksa- eða kæruleysishátt. Það er vandlifað í heimi læknavísindanna.
Konan sem viðtal var við á NPR tók sem dæmi high dose chemotherapy sem meðferð við brjóstakrabbameini. Hugmyndin var að gefa hærri skammt af krabbameinslyfjum og bjarga síðan sjúklingunum með mergskiptum. Hljómaði vel og lógískt og lyfjafyrirtækin græddu sinn skerf. Eftir mörg ár kom í ljós að útkoman var verri en við hefðbundna krabbameinslyfjameðferð.
Heima á Íslandi man ég eftir mikilli umræðu um aðgerð á röngum fæti á sjúklingi. Þetta er náttúrulega eitt það versta sem komið getur fyrir. Þegar ég fór heim í sumar var í gangi kerfi til að athuga einmitt með þetta atriði. Hér á Strong er miklu yfirgripsmeira kerfi í 7 liðum til að athuga með marga mikilvæga þætti. Ýtarlegra og betra ekki satt? Mér fannst það alla vegana meira traustvekjandi eins og það er gert hérna úti. En síðan sagði einn félagi minn mér að aðgerðum á röngum útlimum hefði í raun fjölgað eftir að svona kerfi var allsstaðar komið á. Það er kannski vegna þess að þá hugsar fólk ekki lengur, og kannski vegna þess að í stað þess að einblína á einn þátt (réttan aðgerðarstað) þá eru nú komnir inn í þetta allskonar aðrir hlutir á minnislistann. (Voru sýklalyf gefin, var gefin segavörn, var skurðlæknirinn búinn að hitta sjúklinginn í dag, fékk sjúklingurinn beta blokkara, var sjúklingurinn búinn að undirrita samþykki fyrir aðgerð...)
Fyrst eftir að ég kom hingað út fannst mér hjúkkurnar hér að sumu leyti betri en heima. Þær ganga jú hér um með hlustpípur eins og við læknarnir og eru oft liðtækari við ýmiskonar handverk eins og blóðprufur og fleira. Þær skrifa líka miklu meira hér. En þegar ég kom heim í sumar tók ég eftir því að íslenskir sjúklingar fá sennilega miklu betri hjúkrun, vegna þess að hjúkrunarfræðingarnir á Íslandi eru aðallega í því að hjúkra en ekki í öllu hinu.
Það er miklu líklegra að hér í Bandaríkjunum sé allt vel skráð, t.d. um allt það sem er gert til að koma í veg fyrir legusár, en ég held að það sé milu líklegra að sjúklingur fái legusár hér heldur en heima.
Minna er oft meira.
Hvað er best?
Veit það ekki.
Því er erfitt að svara.
7 Ummæli:
Thu ert ofurbloggari Oddur. Alltaf eitthvad til ad hugsa um :)
Kosturinn vid Ameriska kerfid ad minu mati eru allir their peningar sem their hafa i rannsoknir, s.s. eins og laeknirinn sem Bjork fekk medferd hja. Hann gat einbeitt ser ad thvi arum saman ad rannsaka glycogen storage sjukdominn, asamt adstodarfolki. Okosturinn eins og thu segir er ad kerfid er of karllaegt, thad vantar CARE inn i kerfid.
Þeir dæla náttúrulega gífurlegum peningum í rannsóknir sem er frábært. Það er ekki tilviljun að mjög margt af því besta er hér.
Heima hafa aðallega ráðið landinum menn sem menntaðir eru þarna í kring um hagamelinn. Þeir hafa flestir aldrei farið erlendis í nám, þeir fóru í lögfræði og það dugði þeim nú heldur betur vel. Í þeirra huga er HÍ embættismannaskóli (læknadeild, lagadeild og guðfræðideild) og þess vegna er nánst eins gott að kveikja í peningunum eins og að setja þá í rannsóknir.
Enn gaman að sjá svona ákafa umræðu um heilbrigðiskerfið.
Fróðlegt og nauðsynlegt að spjalla um það.
Ég held að kanadíska kerfið sé eitt það albesta allir tryggðir, allir með heimilislækni og nærþjónustan er mjög góð og ekki langir biðlistar í fylkjunum þverrt yfir landið. Annað gildir um norðlægustu héruðin þar þarf ef til vill að flytja heilbrigðisstarfsfólk með þylum,
Ekki man ég nú betur en að það séu til yfir hundrað gervinýrnavélar í Rochester, samanborið við innan við 20 á Íslandi og þjónar Rochester álíka svæði og öllu Íslandi. Meredith svaraði mér þegar ég spurði hvort væru þá alltof fáar slíkar á Íslandi. Svarið var nei, því Íslendingar hafa svo góða þjónustu að þeir eyðileggja ekki í sér nýrun á sama hátt og fólkið í Rochester. Sem sagt kemuur fyrr til læknis með sykursýki og fl. sem leiðir til nýrnaskemmda. þetta er allt svo flókið. Ég stend og fell með því að samfélagslegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sé ein veigamesta undirstaða fyrir velmegunarsamfélagi og jöfnuði.Ég tek undir með Berglindi að umhyggjan við umönnun og hjúkrun er alveg einstök hér. Ekki síst á Akureyri.
Gaman að sjá myndirnar af þeim bæðrum.
MAMMA
Gaman að heyra frá þér mamma.
Já opinbert heilbrygðiskerfi er tvímælalaust best. Það má ekki missa þetta út í einkatryggingar eins og hér. Hins vegar þarft reksturinn ekki endilega allur að vera hjá ríkinu, mér skilst t.d. að Pétur Pétursson og félagar séu ánægðari nú eftir að HAK fluttist til sveitarfélagsins. Í sumum tilfellum getur einkarekstur verið fínn líka.
Kerfið var gott í Kanada en það er í mikilli kreppu. Þeim hefur nánast tekist að eyðileggja sitt kerfi. Það taka allir undir það, bæði Kristín frænka og Lou heitinn.
You could easily be making money online in the undercover world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat ebook[/URL], Don’t feel silly if you don't know what blackhat is. Blackhat marketing uses little-known or misunderstood ways to generate an income online.
top [url=http://www.001casino.com/]001casino.com[/url] brake the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]online casino[/url] autonomous no set aside reward at the foremost [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino bonus
[/url].
[url=http://www.onlinecasinos.gd]casino[/url], also known as accepted casinos or Internet casinos, are online versions of famed ("buddy and mortar") casinos. Online casinos approve gamblers to display and wager on casino games from the word communicate with the Internet.
Online casinos normally put up odds and payback percentages that are comparable to land-based casinos. Some online casinos definite forth higher payback percentages payment glumness automobile games, and some cause non-military payout strain audits on their websites. Assuming that the online casino is using an fittingly programmed indefinitely diversified generator, eatables games like blackjack coveted an established pull someone's leg the skill for edge. The payout part after these games are established in front the rules of the game.
Numerous online casinos hire in non-performance or beget their software from companies like Microgaming, Realtime Gaming, Playtech, Supranational Handle Technology and CryptoLogic Inc.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim