20.11.07

KIVA

Sælla er að gefa en þiggja, en sennilega er langbest að lána.

KIVA eru samtök sem hafa milligöngu um að veita fólki í þróunarríkjum örlán.
Maður skráir sig hjá þeim og hellir sér síðan út í lánastarfsemina.
Lánin eru vaxtalaus og endurgreiðsluhlutfallið er mjög hátt. Yfirleitt er um að ræða fólk sem er með einhvern lítinn rekstur eða þá að það stundar landbúnað.
Eitt stórt vandamál í þróunarlöndunum hefur einmitt verið að fólk hefur ekki aðgang að lánsfé, það fær bara okurlán (eins og á Íslandi?).

En þetta hefur sem sagt gefist mjög vel, og eftir að það birtist grein um þetta í NY Times eru samtökin orðin svo vinsæl að þeir verða að takmarka upphæðina sem maður fær að lána hverjum einstaklingi við 25 dollara.

Á kiva.org er hægt að sjá meira.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mjög áhugavert. Minnir mig og FINCA samtökin þar sem svipuð hugmyndafræði er í gangi:

http://www.villagebanking.org/site/c.erKPI2PCIoE/b.2394109/k.BEA3/Home.htm

2:26 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Ég þarf að athuga FINCA.
Þetta er mjög áhugavert og virðist virka. Það er betra að lána konu í Afríku fyrir saumvél frekar en að gefa henni saumavél sem síðan kannski bilar og það er enginn sem getur gert við í þorpinu.
Ef fólk fær lán erum meiri líkur á að það byggi smám saman upp rekstur á raunhæfum forsendum.

2:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæll Oddur, ég ætlaði bara að láta þig vita að ég sendi þér e-mail á hotmailið þitt. Veit ekkert hvort þú tékkar á því reglulega eða hvað. Kveðja frá klakanum sem veit ekki hvort hann á að vera klaki eða kanarý.
Berglind.

5:40 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Já Berglind þetta ætti að vera lítið mál.
Sendi þér póst.
Kveðjur.

9:52 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim