Sætur strákur - frítt kaffi
Ég fór með Ólaf í skólann um daginn og fann síðan skyndilega fyrir gríðarlegari kaffiþörf og ákvað að skella mér á Starbucks með Finni. Ég var búinn að panta kaffið þegar ég uppgötvaði að ég var ekki með veskið með mér. Þetta er ólíkt mér vegna þess að ég er yfirleitt alltaf með það á mér. Ég ætlaði að hætta við en þá sagði afgreiðslukonan að þetta væri allt í lagi, þetta gæti komið fyrir besta fólk og kaffið myndi bara kosta einn lítinn strák! Sjaldan hefur Starbuckskaffið smakkast betur. Ég komst síðan að því að sú sem afgreiddi mig var sú sem rak staðinn þannig að ég held að ég hafi bara verið svona heppinn að lenda á henni.
Ég var svo bjartsýnn eftir þessa reynslu að ég ákvað að skella mér í Macys og kaupa skyrtu og bindi og enn var ég veskislaus. Það gekk ekki eins vel þar eins og á Starbucks, en maðurinn sem afgreiddi mig sagði mér reyndar að ef ég hefði haft ökuskírteinið á mér hefði hann getað flett upp kortanúmerinu og afgreitt mig. Þá sá ég mér þann kost vænstan að drífa mig heim, enda bæði peningalaus og kolólöglegur í umferðinni.
3 Ummæli:
Þú varst nú bara 4. ára þegar þú fórst yfir Hörgárbrautina og keyptir kúlur í sjoppunni. þá fékkstu afgreiðslu penigalaus, sagðist ætla að kaupa kúlur en þegar þú áttir að borga sagðist þú ekki eiga neina peninga. Ég held að þetta sé nú frekar arfgengt af y litningi í þessari fjölskyldu að fara penigalaus út í búð.
Finnur er orðinn alveg eins og þú Oddur minn. Það er bara alveg sama hollingin og útlitið.
Þetta verður mesti heiðursmaður hann Finnur minn.
Uss, ég var búinn að gleyma því að ég byrjaði svona ungur að reyna að sníkja vörur af blásaklausu verslunarfólki.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim