18.11.06

Heim úr sólinni og sælunni


Jæja, þá erum við komin heim. Við eyddum viku niðri í Fort Myers á Flórída þar sem að tengdapabbi á hús. Húsið er veglegt, bæði með sundlaug og potti og er staðsett í hverfi þar sem að öll húsin eru byggð af sama aðila og líta nánast eins út og öllu er viðhaldið fyrir eigendur. Það liggur líka gólfvöllur í gegn um hverfið og síðan eru tennisvellir og fleira til afþreyingar. Dálítið sérstakt, nánast eins og að vera staddur í sjónvarpsauglýsingu. Rob og Kate og Maria voru þarna og svo fengum við góða heimsókn þegar Björk og Berglind komu frá Ithaca. Þær voru á leið í læknisheimsókn og gátu eytt nokkrum dögum með okkur. Ólafur Stefán var mjög ánægður með að hafa félagsskap og þau Björk lágu samfellt í pottinum og sundlauginni klukkustundum saman. Við skelltum okkur til Disney World einn daginn, en ég segi nánar frá því síðar.

Hér að ofan er mynd af þeim, ég sagði þeim að þau væru orðin að fiskum vegna þess hvað þau hefðu verið lengi ofan í.

1 Ummæli:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Takk fyrir okkur. Þetta var dásamlegt ;)

9:00 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim