10.10.07

Nýrnasteinar og fótbolti

Var að vinna á nýrnasteinabrjótinum í dag og það var ágætt. Þvagfæraskurðlæknirinn, Dr. Glazer var hinn viðkunnanlegasti og góður að vinna með. Hann er svona extróvert gæi, ekkert feiminn við að segja sögur af sjálfum sér og konunni sinni og tiraunum þeirra til barneigna svo dæmi sé tekið. Skemmtilegt fólk svona extróvert. Hann sagði líka frá því hvernig hann reykir í laumi og er alltaf að reyna hætta en byrjar jafnan aftur. Síðan var verið að tala um amerískan fótbolta. Bróðir einnar hjúkkunnar er þjálfari í og síðan kom í ljós að frændur Glazers eiga Tampa Bay Buccaneers, þannig að hann fær oft að skreppa með þeim í einkaþotunni á leiki.

Síðan barst talið að Íslandi og Evrópu og þá sagði hann mér að frændur sínir töluðu oft um hvað Ísland væri fallegt séð úr einkaþotunni, þeir höfðu oft flogið þar yfir. Þeir eigan nefnilega eitt stykki enskt fóboltalið, eða eins og hann orðaði það -
"Have you ever heard of Manchester United?" Ehm, jú - kannski einu sinni heyrt á félagið minnst! Ég var náttúrulega dolfallinn og spurði hvort hann hafi ekki farið á leik. Hann hefur ekki gert það en á sannarlega inni boð um slíkt. Hann virtist eitthvað hikandi við að vilja fara á leiki og við fórum að tala um bresku fótboltabullurnar og það allt saman. En það var meira en það sem hann var að spá í. Frændur hans reyna eftir megni að ferðast ekki undir eigin nafni þegar þeir fara til Englands. Þeir eru svo hataðir af áhangendum liðsins að þeir eru í hreinni lífshættu á Englandi. Þeir urðu eitt sinn að flýja í lögreglufylgd undan þessu liði (eigin liði?) Ótrúlegt en satt. Hann skellti sér inn á Google og sló inn love United hate Glazer og þá kom upp fullt af heimasíðum og varningi. Það er meira að segja til heimasíða sem heitir loveunitedhateglazer.com

Það er náttúrulega vandfundið ruglaðra lið en enskar fótboltabullur en þeir eru reiðir og sárir yfir því að liðið þeirra skuli hafa verið keypt af amerísku billum sem ætla sér kannski bara að draga peninga út úr félaginu og láta síðan áhangendur liðsins borga fyrir kaupin með hækkunum á miðum og öllu dótinu sem þessu fylgir. Bullurnar ætla ekki að hætta með lætin fyrr en félagið verður komið í eign stuðningsmanna þess.

En þarna sjáið þið, það getur verið tómt vesen að vera ríkur.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já vinkona mín sem starfar á Eastman þarna í Rochester, þekkir einmitt þetta Glazer fólk og hefur sagt mér margar ManUtd sögur. Ég komst þó aldrei svo mikið sem nálægt einkaþotunni..... he he he
Gísli

4:54 e.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Dásamleg persónulýsing á þessum extróvert manni.

10:11 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim