14.10.07

Er ekki allt í lagi?

Nú er hart sótt að heiðri okkar NASCAR aðdáenda.
Homeland security fór nýlega að spá í smitsjúkdóma og hvernig þeir geta dreifst og smitast í stórum hópum. Þeir sendu nokkra kalla út af örkinni (les: þeir yfirgáfu Washington) og létu þá skoða þetta. Og það er náttúrulega auðvelt að ganga að því vísu að stórir hópar fólks séu saman komnir á stórum og merkilegum íþróttaviðburðum eins og NASCAR keppnum. Þessvegna fóru þeir á Talladega keppnina og á aðra í Charleston. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi og allt í lagi nema fyrir það að þeir létu bólusetja sig fyrir öllum mögulegum og ómögulegum smitsjúkdómum áður en þeir fóru, svo sem Hepatitis A og B, diphteria og ýmsu fleiru. Það mætti halda að þeir hafi verið á leiðinni í dýpstu innviði Amason frumskógarins.

Þeir þorðu sem sagt ekki að koma og umgangast okkur nema vera bólusettir fyrst.
Bara hálfvitar þarna í DC. En við vissum það nú svo sem alltaf.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er nú öruggara, enda ýmislegt sem leynist í vel höldnum NASCAR aðdáenda....he he he.
Man sérstaklega eftir einni NASCAR fjölskyldu sem ég sá reglulega á Eastman, þú hefðir getað ræktað hvað sem er á agar skál eftir létt strok þar!
Gísl

3:30 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim