Andlát
Þá er hún amma mín frá Gunnarsstöðum dáin, hún lést á FSA. Hún var búin að lifa langri og góðri ævi og var alltaf jafn hress, kraftmikil, bjartsýn og kát. Það var gott fyrir okkur fjölskylduna að fá tækifæri til að eiga góðar stundir með henni í ágúst í kjölfar jarðarfarar afa. Hún var náttúrulega elskuð og virt og dáð af allri fjölskyldunni og fékk held ég mikið að finna fyrir þeim stuðningi og væntumþykju. Fólkið hennar var hjá henni nánast öllum stundum eftir að hún fékk heilablóðfallið og þær eru nú heldur betur búnar að standa vaktina þær systur mamma og Aðalbjörg í veikindum hennar og þeirra beggja. Ég ætla að koma heim á jarðarförina sem verður laugardaginn 27. október.
6 Ummæli:
Ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína. Amma þín var einstaklega eftirminnileg kona; fljúgandi klár, mælsk og skemmtileg og gædd smitandi lífsgleði. Það er mikill sjónarsviptir af þeim hjónum.
Okkar samúðarkveðjur til allra.
Gísli og Sigrún
Þakka þessar góðu kveðjur.
Sendi samúðarkveðjur til ykkar allra og sendu góðar kveðjur á Akureyri þegar þú ferð þangað.
Knús knús á ykkur fjögur frá Köben
Kveðja Helga Sólveig
samúðarkveðja frá Blönduósi, þú kemur við
hs
Gaman að heyra í ykkur Helga Sólveig og Héðinn. Næ því miður sennilega ekki að stoppa hjá þér núna Héðinn, en það er leiðinlegt því hjá þér er tekið á móti manni eins og höfðingja...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim