Vinir kvaddir
Við kvöddum góða vini hér í gær, þau Sigrúnu, Gísla, Einar og Egil. Þau eru farin frá Rochester, en góðu fréttirnar eru þær að þau ætla að setjast að á Akureyri, enda er allt best á Akureyri eins og ég hef ótt og títt haldið fram.
Það er búið að vera frábært að hafa þau hér í tvö ár og þau hafa öll staðið sig einstaklega vel. Þau eru líka landsbyggðarfólk, en það er sennilega besti undirbúningurinn undir það að búa í framandi landi að vera sjálfur frá litlum stað og afskekktum. Steingrímur frændi heldur því allavegana fram að slíkt fólk sé mestu heimsborgararnir og ég held að það sé rétt. Það er miklu erfiðara að fara í hina áttina: ég sá einu sinni mynd með Woody Allen, þar sem hann er með einhverjar meiningar um að búa einhversstaðar annars staðar en á Manhattan en eiginkona hans var fljót að benda honum á að hann hefði hvergi enst utan eyjunnar nema í örfáa daga, hann gæti hvergi annars staðar þrifist.
Þau skelltu sér í ferðalag í húsbíl um vesturströnd Bandaríkjanna í lok dvalarinnar og það verður gaman að sjá myndir úr ferðinni þeirri.
2 Ummæli:
Halló Akureyri hér kem ég ...
Oddur minn, your all talk ef þú gerir ekkert annað en að lofa Akureyri (sem er snilldarbær), hvetur aðra til að flytja þangað en flytur ekki sjálfur!
Það verður hver maður að eiga sína útópíu og Akureyri er mín.
Var annars að heyra að Lúlli væri að kaupa upp Vaðlaheiðina rétt hjá Bónuslóðinni (sel það ekki dýrara en ég seldi íbúðina okkar..)og ætli að raða vinum og velgjörðarmönnum þar í kringum sig. Getur þú ekki fengið vinnu við að bóna fyrir hann flugvélarnar? Færð kannski lóð í leiðinni.
Annars ættir þú skilið að fá fría lóð undir hamrinum þar sem ártalið er alltaf á gamlárskvöld, þú stóðst svo oft í því.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim