18.6.07

Útskriftin úr kindergarten



Ólafur Stefán var að útskrifast úr kindergarten. Hann var sæll og glaður og fékk meira að segja ameríska útskriftarhúfu. Krakkarnir í bekknum höfðu fengið það hlutverk að velja viðeigandi sæmdartitil handa hverjum og einum. Það voru gefin verðlaun fyrir fallegasta brosið, besta dansarann, besta tölvukarlinn og síðan voru að sjálfsögðu gefin prúðmennskuverðlaun (man ekki betur en ég hafi fengið þau þegar ég útskrifaðist úr Barnaskóla Íslands.) Ólafur Stefán fékk plagg fyrir að vera "the most informed". Sem sagt sá upplýstasti....
Sennilega vegna þess að hann er alltaf að segja krökkunum einhverjar miðaldasögur sem hann hefur frá grandma.

Hérna er mynd af kappanum og síðan er önnur með honum ásamt kennurunum sínum Ms. Deniz og Mr. Justin.

Finnur vildi auðvitað líka útskrifast.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábærar myndir úr útskrift Ólafs úr leikskólanum og flottar frá Íþöku. Náttúran er undursamlega falleg, bara ef sólin skín og þarf þó ekki til. Við eyddum laugardeginum í Kjarnaskógi í leiktækjum með Lýðsdætrum. 17. júní var yndislegur nema þessi yfirlýsig Jóns Más um að kanna hvort MA yrði betur komið sem einkastofnun. Mér svelgdist nú á. Ég heyrði í útvarpinu í dag að verið var að hæla Willard Fiske fyrir allar bækurnar sem hann fór með til bókasafnsins í Cornell. Hann gaf Grímseyingum sem svarar 25 milljónum til að reisa skóla og bókasafn og kaupa taflborð. Bróðir Sæmundar vinar okkar var skírður í höfuðið á honum og Grímseyingar halda þjóðhátíðardaginn sinn ´11 nóv á afmælisdegi Fiske, eða Fiskedaginn. Íþaka er nafnið á einhverju safni eða stofu í HÍ til heiðurs Fiske. það verður nú tómlegt fyrir ykkur þegar báðar þessar góðu fjölskyldur flytja. það kveikir ef til vill í ykkur að prófa að koma heim og vinna. Hér er yndislegt kvöld roðagylltur himinn, eins og hann var í gærkvöldk þegar við komum heim frá því að keyra kring Skaga í kennaraferðinni frá MA. þar var nú ekki amalegt að skoða náttúruna.
Bless
Mamma

4:28 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim