20.6.07

Hver kálaði rafmagnsbílnum?

Sáum myndina Who killed the electric car um daginn. Alveg hreint stórgóð.

Þannig var að Californiufylki setti lög um að bílaframleiðendur yrðu að bjóða upp á zero emission bíla til að mega selja bíla í fylkinu. Þeir urðu að því að gjöra svo vel og hanna rafmagnsbíla. GM framleiddi EV1 bílinn sem reyndist mjög vel En bílaframleiðendurnir voru alltaf á móti hugmyndinni og fengu lögunum breytt fyrir rest. Þá datt allur þrýstingur niður og þeir hættu að framleiða bílana. En það var ekki nóg með það, því þeir innkölluðu þá líka (þeir voru allir í leigu, það mátti ekki kaupa þá). Fólkið sem hafði fengið að nota þá var hissa á þessu og mjög margir vildu reyna að kaupa bílinn sinn þegar leigusamningurinn rann út. En það var ekki tekið í mál. Síðan var mikið leyndarmál hvað átti að gera við þá. Það kom í ljós að GM fór með bílana til Arizona og lét eyðileggja þá! Fólkið sem hafði haft bílana á leigu var náttúrulega alveg eyðilagt yfir því....

Ýmislegt annað skemmtilegt kemur fram í myndinni eins og t.d. að fyrirtækið sem fann upp bestu rafhlöðuna fyrir EV1 var keypt upp af olíufyrirtæki.

Boðskapur myndarinnar er sá að framtíðin er núna, það er búið að finna lausnina og hún er einföld og endingargóð. Vandamálið er bara það að það yrðu svo margir taparar ef bensínvélunum yrði ýtt af markaði, þ.e. bíla- og olíuframleiðendur. Þess vegna passa þeir og reyna í fremstu lög að halda aftur af þróuninni.

Vetnisbílar fá fremur lélega einkun í myndinni. Þeir eru dýrir og það þarf dýran infrastrúktur til þess að allt virki (rafmagnsbíll þarf bara venjulega innstungu...) Það er búið að halda vetnisbílunum á lofti áratugum saman og alltaf er fólki sagt að það séu 10 - 15 ár í að þeir komi á markað. Á meðan halda þeir áfram að framleiða bensínblíla (sem þurfa mikið viðhald) og dæla og selja okkur olíu.

En kannski maður ætti að hætta þessu væli og fá sér almennilegan sportbíl.
4 sek upp í hundraðið,
.....og fer 200 mílur á hleðslunni!
Kostar 100 þúsund dollara.
Framtíðin er komin. Meira um bílinn hér.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Rambaði á síðuna ykkar af síðunni hennar Katrínar. Ótrúlegt hvað strákarnir ykkar eru orðnir stórir!! Kær kveðja til fjölskyldunnar.
Berglind og co. Húsavík
www.vignisbarn.barnaland.is

3:09 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Til hamingju með drenginn! Gaman að heyra frá þér.

4:24 e.h.  
Blogger Ásgrímur Angantýsson sagði...

Þetta er mjög fróðlegt. Maður þarf að sjá myndina.

10:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

skemmtileg færsla! vona að byltingin í þessum málum komi sem fyrst...kannski verður bara næsta stríð milli olíurisanna og almennings...Og hjartanlega til hamingju Ólafur Stefán með útskriftina af Kinder Care, mér finnst hálfskrýtið að hann verði ekki lengur þarna. Bið að heilsa í góða veðrið.

12:58 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Já það er gaman að pæla í þessu. Ætli næsti bíll hjá manni verði rafmagnsbíll? Væri gaman að fara á eitthvert GM umboðið og suða í þeim að panta einn EV1.

9:05 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim