Uppskrift: Tveggjapottagrautur
Takið til og hafið við tiltækt-
- Hrísgrjón (mörg)
- Örlítið af salti
- Slatta af mólk
- Dálítið af vatni
- Tvo potta af svipaðri stærð
- Meiri mjólk
- Rúsínur
Setjið vatnið og grjónin í annan pottinn og látið sjóða. Bætið saltinu út í þegar ykkur þykir henta og síðan mjólkinni. Látið sjóða vel og lengi en gætið þess að ekki brenni. Þegar grjónin brenna vegna þess að þið fóruð í tölvuna skal slökkt undir og grauturinn færður í hinn pottinn. Suðan látin koma upp í nýja pottinum og meiri mjólk bætt út í. FARIÐ ALLS EKKI FRÁ POTTINUM. Það væri klaufaskapur að láta brenna við í annað skiptið. Bætið rúsínunum við í lokin.
1 Ummæli:
Flott uppskrift ekki veitir manni af. Heyri í ykkur fljótlega
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim